Knattspyrnudeild Leiknis Fáskrúðsfirði

Titill

Færslur: 2017 Nóvember

30.11.2017 21:39

Samið við þrjá

Í kvöld skrifðu þeir Almar Daði Jónsson, Povilas Krasnovskis og Darius Jankauskas undir samninga við Leikni og munu því taka slaginn með okkur í 2. deildinni í sumar.

Knattspyrnudeild Leiknis óskar þeim til hamingju með samningana og vonar að þeir haldi uppteknum hætti frá æfingaleik kvöldsins.

Almar Daði á þrátt fyrir ungan aldur átta keppnistímabil að baki með meistaraflokki Leiknis. Hann hefur spilað 141 leik í deild og bikar fyrir félagið og hefur sett í þeim 43 mörk. Almar hefur spilað allar stöður á vellinum utan markvörð fyrir Leikni, en hans aðalstaða undanfarin tímabil hefur verið miðherji.

Þeir Darius og Povilas komu til félagsins í júlíglugganum sl sumar og spiluðu með okkur í Inkasso. Darius spilaði 10 leiki, en Povilas lenti í tábroti og náði aðeins 7 leikjum en setti eitt mark. Báðir leika miðsvæðis á vellinum; Darius gjarnan sem varnartengiliður en Povilas sem sóknartengiliður.  

Darius, Povilas og Almar Daði, gleðin yfir nýundirrituðum samningunum og nýrri ríkisstjórn leynir sér ekki!

 

En vel á minnst Leiknir tók á móti Hetti í þriðja æfingaleik tímabilsins.  Leik lauk með öruggum sigri Leiknis, Leiknir - Höttur 5 - 1.

Mörk Leiknis gerðu; Povilas 2, Almar Daði, Marteinn Már og Dagur Ingi. 

Byrjunarlið Leiknis:

Bergsveinn í marki,

Jón Bragi, Ásgeir Páll, Ingvi og Sóli í vörn,

Darius, Marteinn Már og Povilas á miðju,

Dagur Ingi og Sæþór á vængjunum og Almar fremstur.

Kifah og ónefndur rúmenskur iðnaðarmaður komu einnig við sögu.

 

29.11.2017 16:50

Aðalfundur

Aðalfundur YFF - yngri flokka Fjarðabyggðar - vegna ársins 2016, verður haldinn miðvikudaginn 6. desember kl 20 í grunnskólanum á Reyðarfirði.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnir!

18.11.2017 15:14

Samningar

Undirbúningur næsta tímabils er kominn á fullt hjá meistaraflokki karla. 

Knattspyrnudeildin hefur framlengt samning við Amir Mehica markvarðarþjálfara.

Síðan höfum við ráðið Hilmar Frey Bjartþórsson sem spilandi aðstoðarþjálfara Viðars. Hilmar mun sjá um styrktarþjálfun hópsins.

Í dag skrifuð síðan þrír leikmenn undir samninga; fyrrnefndur Hilmar, Dagur Ingi Valsson og Marteinn Már Sverrisson.

Hilmar á að baki 141 leik með Leikni og hefur skorað í þeim 38 mörk.

Dagur og Marteinn eru ´99 módel og því enn í 2. flokki en báðir stigu sín fyrstu skref í Inkassodeildinni sl sumar. Leiknir væntir mikils af þessum efnilegu drengjum.

Til hamingju með samningana ykkar allir fjórir!

 

Á efri myndinni; Marteinn Már, Hilmar Freyr og Dagur Ingi og þeirri neðri handsala Magnús Ásgr og Hilmar aðstoðarþjálfarasamninginn.

 
  • 1
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40


Styrktaraðilar

Flugfélag Íslands
Orkusalan

KFFB

Um mig

Nafn:

Knattspyrnudeild Leiknis

Staðsetning:

750 Fáskrúðsfjörður

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 181
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 1884270
Samtals gestir: 312916
Tölur uppfærðar: 21.1.2019 16:56:40